Allt að smella saman inn í Dal

Þjóðhátíð nálgast óðfluga og er allt að smella saman inn í Herjólfsdal þar sem unnið er hörðum höndum við að koma öllu í stand fyrir næstu helgi. Halldór B. Halldórsson tók snúning um Dalinn og sýnir okkur frá undirbúningnum í myndbandinu hér að neðan.   (meira…)

Öruggur sigur ÍBV fyrir norðan

Eyja Ibv Sgg

ÍBV vann í dag öruggan sigur gegn Þór á heimavelli þeirra síðarnefndu í Lengjudeild karla. Sverr­ir Páll Hjaltested kom ÍBV yfir á 29. mín­útu. Oli­ver Heiðars­son kom svo liðinu í 2-0 á 49. mínútu.  Sverr­ir Páll var hvergi nærri hættur og bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 0-3 á Vís-vellinum. Með sigrinum komst ÍBV […]

Búið að úthluta götum

Nú er hægt að fara inn á dalurinn.is og sjá hvaða götu þið fenguð úthlutaða. Athugið að staðfesta þarf úthlutunina í dag eða á morgun. Númer lóðar verður svo birt á mánudaginn. Eins og fram hefur komið hafa umsóknir aldrei verið fleiri ásamt því að tjöldin fara stækkandi. Sótt var um 150 metrum meira en […]

Síldveiðar í Vestmannaeyjahöfn

Óskar og Þóra

Óskar Matthíasson, skipstjóri, útgerðarmaður og margfaldur aflakóngur (1921-1992) réðist í það stórvirki árið 1959, ásamt Sigmari Guðmundssyni stjúpföður sínum, að láta smíða nýjan tæplega 100 tonna stálbát í Austur-Þýskalandi. Þeir höfðu áður gert út trébátinn Leó VE 294. Nýi báturinn fékk nafnið Leó VE 400 og varð mikið aflaskip. Hann varð þrisvar sinnum aflahæsti báturinn […]

Varð fyrsti starfskraftur Einars ríka

Endurminningar Jóns Stefánssonar á Stöðinni bregða upp ljósri mynd af harðri lífsbaráttu í Vestmannaeyjum á fyrri hluta síðustu aldar. Bæði mannlífi og aðstæðum fólks til sjávar og lands. Jón frá Fagurhól í Vestmannaeyjum kom víða við á ævinnu. Hann var strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, ritstjóri og loftskeytamaður og þekktur sem Jón á Stöðinni. Hann fæddist í […]

ÍBV sækir Þór heim

Eyja 3L2A1836

Fjórtándu umferð Lengjudeildar karla lýkur í dag með leik Þórs og ÍBV. Leikið er á Akureyri. Eyjamenn geta með sigri í dag komist upp í annað sæti deildarinnar, en liðið er með 22 stig í þriðja sæti. Þórsarar eru í sjöunda sæti með 17 stig. Fyrri viðureign þessara liða endaði með 1-1 jafntefli. Flautað er […]

Lögðu Gróttu á útivelli

Eyja_sgg_kven_fagn_fotb_23

ÍBV vann í gærkvöld góðan útisig­ur á Gróttu, 1:0, í 12. um­ferð 1. deild­ar kvenna í knatt­spyrnu. Með sigr­in­um komst ÍBV upp fyr­ir Gróttu. Eyjaliðið er komið með 19 stig í þriðja sæti en Grótta er í fjórða sæti með jafn­mörg stig en verri marka­tölu. Sig­ur­markið skoraði Ágústa María Val­týs­dótt­ir á 73. mín­útu leiks­ins, en […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.