ÍBV vann í dag öruggan sigur gegn Þór á heimavelli þeirra síðarnefndu í Lengjudeild karla. Sverrir Páll Hjaltested kom ÍBV yfir á 29. mínútu. Oliver Heiðarsson kom svo liðinu í 2-0 á 49. mínútu. Sverrir Páll var hvergi nærri hættur og bætti við þriðja markinu í uppbótartíma. Lokatölur 0-3 á Vís-vellinum.
Með sigrinum komst ÍBV upp í annað sæti deildarinnar með 25 stig, sex stigum á eftir toppliði Fjölnis. Í næstu umferð fær ÍBV Njarðvík í heimsókn og fer sá leikur fram um næstu helgi – á Þjóðhátíð. ÍBV og Njarðvík eru með jafn mörg stig í öðru og þriðja sætinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst