ÍBV vann í gærkvöld góðan útisigur á Gróttu, 1:0, í 12. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum komst ÍBV upp fyrir Gróttu. Eyjaliðið er komið með 19 stig í þriðja sæti en Grótta er í fjórða sæti með jafnmörg stig en verri markatölu.
Sigurmarkið skoraði Ágústa María Valtýsdóttir á 73. mínútu leiksins, en hún er aðeins 16 ára gömul. Telusila Mataaho Vunipola, leikmaður ÍBV fékk rautt spjald 10 mínútum síðar en liðið hélt út og landaði sigri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst