Verðlag á matvöru lækkar milli mánaða

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru lækkað frá júlímánuði samkvæmt greiningu verðlagseftirlitsins, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga. „Þessi þróun var komin vel á leið fyrir opnun nýrrar lágvöruverðsverslunar, Prís, um helgina. Verðlag í Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hækkaði umtalsvert í júlí eins og verðlagseftirlitið benti á í nýlegri verðkönnun. Verðlag þar lækkaði hins […]
Berjanessbekkurinn hafinn til virðingar á ný

„Þetta er EINARSSON bekkur sem er á lokametrum og verður til sölu hjá JAX Handverk. Bekkurinn er hannaður af langafa, Jóni Einarssyni frá Berjanesi í Vestmannaeyjum. Hann gaf mömmu svona bekk í fermingargjöf 1958 og hefur hann verið til hliðsjónar í ferlinu. Þessi bekkur kemur í eik og blönduðum við í september,“ segir útvarpsmaðurinn vinsæli, […]
Hlakkaði til að drekka í sig Eyjamenninguna

„Línurnar eru farnar að skýrast og það er búið að fara frekar mikið púður í þetta,“ segir rapparinn Kristmundur Axel um undirbúninginn fyrir helgina, en hann stígur á stokk í Herjólfsdal á aðfaranótt laugardags. Kristmundur hélt fyrstu tónleikana sína í vor í Iðnó í Reykjavík sem seldust upp og hefur gefið út þrjár smáskífur það […]
Rannís með kynningarfund í Eyjum

Rannís heldur kynningarfund í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2, 2. hæð, mánudaginn 26. ágúst kl. 13.00. Arnþór Ævarsson, Davíð Þór Lúðvíksson og Sigurður Snæbjörnsson, sérfræðingar á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, verða til viðtals og munu kynna annars vegar styrktarflokka Tækniþróunarsjóðs og hins vegar skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Allir eru velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. […]
ClubDub – Einn kaldur á Lundanum

„Þetta er náttúrulega stærsta svið á Íslandi og þetta er 150 ára stöffið, þannig við hlökkum til að spila á 150 ára stöffinu, sko“ segir Aron Kristinn Jónasson meðlimur raftónlistartvíeykisins ClubDub sem hefur verið að gera góða hluti á íslensku tónlistarsenunni. Tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson myndar hinn helming sveitarinnar. „Það er bara búið að vera nóg að […]