ÍBV sigraði Lengjudeildina

Karlalið ÍBV tryggði sér í dag sæti í deild þeirra bestu að ári. ÍBV gerði jafntefli á útivelli gegn Leikni á meðan Keflavík valtaði yfir Fjölni 4-0, en Fjölnir var eina liðið sem hefði getað farið yfir ÍBV að stigum fyrir leiki dagsins. ÍBV lenti undir á 36.mínútu en Vicente Valor jafnaði leikinn á 90.mínútu. […]
Áfram ÍBV – Förum alla leið

Það er mikilvægur leikur framundan hjá ÍBV karla í Lengjudeildinni þegar þeir mæta Leikni á útivelli á núna klukkan 14.00. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 38 stig en á hæla þeirra kemur Fjölnir með stigi minna. Sigur Eyjamanna tryggir þeim sæti í Bestu deildinni að ári. Ef ekki, er framundan fjögurra liða umspil. […]
Mikil spenna á pílumótinu í Íþróttamiðstöðinni

Mikið stuð var í Íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi þar sem Vestmannaeyjar Open pílumótið fer fram. Keppt var í tvímenningi, samtals 42 í 21 liði. Er rúmlega helmingurinn ofan af landi. Skipt var í riðla og að lokinni riðlakeppninni var útsláttarkeppni. Mikil spenna var í lokin en í hópnum eru margir af okkar bestu píluspilurum. M.a. var […]
Þjóðlendukröfur fáránleikans enn í gangi

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom fram að lögfræðingar, sem fara með mál Vestmannaeyjabæjar er varðar kröfur ríkisins um þjóðlendur í Vestmannaeyjum hafi í sumar sent fjármálaráðherra bréf með ósk um afturköllun kröfulýsingar til óbyggðanefndar. „Eins og rakið var í bréfinu telst krafan byggð á misskilningi um að Vestmannaeyjar hafi verið utan landnáms sem og […]
Úrslitin ráðast á toppnum í dag

Lokaumferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Spennan er mikil fyrir leiki dagsins, en ÍBV er í bestu stöðunni að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 38 stig. Fjölnir er með stigi minna og á líka möguleika að sigra deildina, en þurfa að stóla á að […]
Ný byrjun hjá Vinum í bata

Vinir í bata er hópur fólks sem hefur tileinkað sér Tólf-sporin sem lífsstíl. Við höfum verið á andlegu ferðalagi með öðru fólki og falið Guði að vera leiðsögumaðurinn. Við höfum fundið að vinna okkar í tólf- sporunum hefur leitt lækningu og bata inn í líf okkar og verið andleg vakning. Við notum vinnubók sem heitir Tólf […]