Háspenna á lokamínútunum hjá konunum

Eyjakonur máttu sætta sig við jafntefli 22:22 þegar þær mættu ÍR á útivelli í kvöld í þriðju umferð Olísdeilarinnar. Er ÍBV með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina og í þriðja sæti eins og er. ÍR komst í 7:3 í byrjun leiks en staðan í hálfleik var 12:12 og var jafnræði með liðunum í seinni […]
Framúrskarandi fyrirtæki í sjávarútvegi heiðruð

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, með stuðningi matvælaráðuneytisins og Kópavogsbæjar, voru veitt í gærkvöldi í níunda skipti, að loknum fyrsta degi IceFish 2024. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999. Verðlaunin heiðra framúrskarandi árangur í íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi, með sérstakri áherslu á nýsköpun og byltingarkenndar vörur, ásamt því að verðlauna framúrskarandi þjónustu. Viðburðurinn að þessu sinni hófst með að merkum […]
Míla byggir upp framtíð fjarskipta í Vestmannaeyjum

„Míla hefur gengið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestamannaeyjum og stefnir á að byggja þar upp öflug fjarskipti til framtíðar. Míla hefur fylgst af virðingu með þeim góða árangri sem Eygló hefur náð á þeim stutta tíma sem félagið hefur starfað og tekur við því góða starfi. Míla mun fjárfesta í uppbyggingu á svæðinu […]
Vestmannaeyjabær slapp fyrir horn

Í sumarleyfi bæjarstjórnar samþykkti bæjarráð á fundi sínum þann 26. ágúst sl. samhljóða að ganga að kauptilboði Mílu hf. á Eygló ehf. Er málið því að fullu afgreitt af hálfu ráðsins. Öllum bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn og taka þátt í umræðum um málið. Lýstu þeir allir fullum stuðningi við niðurstöðuna. Salan á Eygló […]
Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni

Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu […]
Mæta ÍR á útivelli

Þriðja umferð Olís deildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í Skógarseli tekur ÍR á móti ÍBV. Heimaliðið er enn án stiga en Eyjaliðið er með 2 stig. Það má því búast við hörkuleik í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00, en þess má geta að leikurinn er í beinni hjá Sjónvarpi Símans. […]