Eyjafréttir í dag – Stútfullt blað af flottu efni
18. september, 2024

Nýjasta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og er fjölbreytt að efni að venju. Meginstefið er sjávarútvegur í Vestmannaeyjum í sinni víðustu mynd og þjónustan við hann. Tilefnið er Sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi sem opnuð verður í dag. Þar verða Eyjafréttir sýnilegar og kynna það sem Vestmannaeyjar hafa upp á bjóða í veiðum, vinnslu á fiski og síðast en ekki síst þegar kemur að því að elda og bera fram rétti sem alla heilla.

Meðal efnis er viðtal við Eyjakonuna Evu Sveinsdóttur sem lýsir stöðu krakka frá Vestmannaeyjum í gosinu 1974. Fjórði hver mátti þola einelti á fastalandinu fyrir það eitt að vera frá Eyjum.

Verðlaunakokkar frá Ítalíu, Portúgal og Spáni göldruðu fram ótrúlega fjölbreytta og gómsæta rétti úr saltfiskinum okkar. Buðu þau til mikillar veislu í Herjólfsbæ í ríki Herjólfs landnámsmanns sem örugglega var ekki langt undan.

Ólíkar matargerðir frá Suður-Ameríku, Mexíkó og Bretlandi voru í brennidepli á Matey, hátíð sem er orðin ein skemmtilegasta helgi ársins í Eyjum. Skilar sér í markaðssetningu fyrir Vestmannaeyjar og nú voru konur í framlínunni.

Ein merkasta heimild um Tyrkjaránið á Íslandi, Reisubók séra Ólafs Egilssonar er nú að koma út á frönsku í Casablanca í Marokkó. Sagt er frá þessu í blaðinu í dag.

Fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveg, bæði fyrirtæki í Eyjum og uppi á landi segja frá því sem þau hafa upp á að bjóða. Áhugvert er viðtal við netamanninn Inga Frey Ágústsson sem í 20 ár þvældist um heiminn með netanálina eina að vopni.

Alexandra Evudóttir, söluhönnuður hjá Marel flutti til Eyja fyrir einu og hálfu ári og tók vinnu með. Sér ekki eftir því.

„Jóhann Friðriksson fósturfaðir minn, kallaður Jói, var netamaður á togaranum Breka. Sævar Brynjólfsson, mikil aflakló, var þá skip[1]stjóri og sama áhöfnin á Breka VE  frá 1980 til 1994. Samheldnin var svo mikil að líkja má henni við gott íþróttalið með góðan þjálfara,“ segir Anna Lilja Marshall í skemmtilegri grein um fósturföður sinn og lífið um borð í Breka.

Sigurgeir Jónasson fagnar 90 ára afmæli á morgun, fimmtudaginn 19. september. Hann byrjaði ung[1]ur að taka myndir en sína fyrstu mynd tók hann í Álsey aðeins 12 ára gamall. Fyrsta fréttamyndin birtist í Tímanum 6. ágúst 1958 af grindhvalavöðu í Vestmannaeyjahöfn.

Það er Eyjafréttum heiður að sýna honum smá virðingarvott fyrir einstakt ævistarf sem ljósmyndari.

Áskrifendur geta nálgast blaðið.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst