Hleður veggi með hamar og meitil að vopnum

„Ég heiti Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir, úr Dýrafirði, bý í Hafnarfirði núna en er og verð alltaf Dýrfirðingur,“ segir snaggaraleg kona á óræðum aldri sem er að hlaða veggi á bílastæðinu vestan við Kiwanishúsið. Verður svarafátt þegar blaðamaður segir ekki algengt að sjá konur í þessu starfi. Lætur samt ekki slá sig út af laginu. […]

Umhverfis-viðurkenningar afhentar

DSC 2043

Umhverfisviðurkenningar Rótarí og Vestmannaeyjabæjar voru afhentar í Ráðhúsinu í dag. Eftirtaldar eignir og einstaklingar fengu umhverfisviðurkenningar að þessu sinni: Fegursti garðurinn: Hólagata 21.  Kolbrún Matthíasdóttir og Hörður Pálsson. Snyrtilegasta eignin: Gerðisbraut 4. Ágúst Halldórsson og Hólmfríður Arnar (Lóa). Endurbætur til fyrirmyndar: Heimagata 26. Barbora Gorová og Gísli Matthías Sigmarsson. Snyrtilegasta fyrirtækið: Næs. Gísli Matthías Auðunsson […]

Slasaðist á björgunaræfingu

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað […]

Björgunaræfing á Herjólfi

Breyting varð á áætlun Herjólfs í dag vegna umfangsmikillar björgunaræfingar áhafnarinnar. Siglt var í morgun og svo aftur í kvöld. Frá Eyjum 19:30 og 22:00 og frá Landeyjahöfn kl. 20:45 og 23:15. Óskar Pétur fylgdist með æfingunni og tók hann þessa mynd um borð björgunarskipinu Þór sem tók þátt í æfingunni. Eyþór Þórðarson er við stjórnvölinn […]

Alex Freyr framlengir um þrjú ár

Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði ÍBV, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild félagsins um þrjú ár. Alex Freyr lék í 17 deildarleikjum er ÍBV varð Lengjudeildarmeistari í sumar. Alex er 31 árs miðjumaður sem hefur fest rætur í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu sinni. Á þeim þremur leiktíðum sem Alex hefur leikið í Vestmannaeyjum hefur hann spilað 66 deildarleiki […]

Búið er að bólusetja fyrsta skammtinn

„Síðasta vika var gríðarlega spennandi en að sama skapi einnig annasöm. Fyrsti seiðahópurinn var nefnilega bólusettur og gekk það vonum framar. Það var NORVACC sem sá um verkefnið fyrir okkur en það er fyrirtæki sem sérhæfir sig í bólusetningum á seiðum,“ segir á FB-síðu Laxeyjar í morgun. „Stórt hrós til þeirra fyrir að sjá um […]

Eitt af hverjum fjórum börnum lagt í einelti fyrir að vera frá Eyjum

Niðurstöður í nýrri rannsókn sýna að enn í dag glíma Vestmannaeyingar við afleiðingar eldgossins í Heimaey árið 1973. Hátt í sjötíu prósent þeirra sem upplifðu hamfarirnar á grunnskólaaldri lýsa langtímaáhrifum af atburðinum á líf þeirra í dag og af þeim lýsa 3,8% miklum áhrifum af atburðinum. Þá var eitt af hverjum fjórum börnum sem lenti […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.