Hleður veggi með hamar og meitil að vopnum
23. september, 2024
Kristín Auður hefur víða komið við í Eyjum. Hlóð veggina við Ráðhúsið, á Vigtarplaninu, vestur á Hamri, tröppur í Herjólfsdal og stíg úr Dalnum út á Hamar.

„Ég heiti Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir, úr Dýrafirði, bý í Hafnarfirði núna en er og verð alltaf Dýrfirðingur,“ segir snaggaraleg kona á óræðum aldri sem er að hlaða veggi á bílastæðinu vestan við Kiwanishúsið. Verður svarafátt þegar blaðamaður segir ekki algengt að sjá konur í þessu starfi. Lætur samt ekki slá sig út af laginu.

„Ég er búin að vera í þessu frá árinu 2006 en hef alltaf haft gaman að grjóti. Ég var í Kennaraháskólanum þegar ég fór að hlaða veggi til að ná mér í pening. Eftir að ég kláraði skólann hélt ég  áfram að hlaða veggi og nú er ég kominn til Vestmannaeyja. Ég vil þó taka fram að mér fannst mjög gaman að kenna. Kenndi í sjö ár áður en ég fór í Kennaraháskólann. Seinna fór ég í Garðykrkjuskólann og lauk prófi sem skrúðgarðameistari“

Kristín Auður hefur víða komið við í Eyjum. Hlóð veggina við Ráðhúsið, á Vigtarplaninu, vestur á Hamri, tröppur í Herjólfsdal og stíg úr Dalnum út á Hamar. „Ég  var áður með öðrum en vann alltaf sjálfstætt,“ segir Auður Kristín sem kom fyrst til Vestmannaeyja 2016 eða 2017. „Mér finnst mjög gaman að koma hingað og taka hressilegar skorpur. Það er gott að vera hérna. Hamarinn og meitillinn eru helstu verkfærin. Keypti mér brotvél í fyrra sem ég nota einstaka sinnum. Vildi samt aldrei vilja skipta á henni og hamri og meitli.“

Öflugar konur

Grjótið kemur úr Þorlákshöfn því hér er ekki grjót sem hentar í vegghleðslur. „Ég reyni að ná í efni sem næst þar sem ég er að vinna. Það er nóg að gera og dóttir mín, Heiðrún Arna var með mér í þrjú ár. Einhver verður að taka við og ég treysti henni alveg til að hlaða veggi ein og sér. Í sumar var systurdóttir mín, Særún Lind úr Grindavík með mér og vonandi heldur hún áfram. Um framhaldið í Eyjum veit ég ekki en það koma alltaf ný og ný verkefni sem er bara gaman,“ segir Kristín Auður og fullyrðir að starfið henti jafnt konum og körlum.

„Auðvitað eru stórir steinar inn á milli en þá finnur maður leið til að eiga við þá. Þetta er spurning um að beita líkamanum rétt. Það á við vegghleðslu eins og mörg önnur störf,“ segi Kristín Auður og er næst spurð um vinnubílinn. Nafnið á honum er sótt í Hringadróttinssögu.

Gandálfur þriðji, sá þriðji í röðinni, Subaru Legacy árgerð 2005 og keyrður 330.000 km.

 

„Þetta er hann Gandálfur þriðji, sá þriðji í röðinni, Subaru Legacy árgerð 2005 og keyrður 330.000 kílómetra. Hann hefur reynst mér vel, bæði til að flytja grjót og koma mér á milli staða en það kemur að því Gandálfur fjórði tekur við af honum,“ segir hún að lokum og brosir.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst