Kvenfélagið Heimaey gefur til HSU í Eyjum

Nýverið færðu heiðurskonurnar í Kvenfélaginu Heimaey í Vestmannaeyjum sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum blóðtökuvagn. Sagt er frá þessu á heimasíðu HSU. Þar segir jafnframt að svona færanlegur vagn létti starfsmönnum vinnuna við nálauppsetningar og blóðtöku m.a. þar sem allt sem til þarf er á einum stað og kemur sér einstaklega vel. Heildarandvirði gjafarinnar er 368.280 kr. […]
Tvö skip frá Vinnslustöðinni í rallið

Haustrall Hafrannsóknastofnunar er hafið og munu tvö skip frá Vinnslustöðinni taka þátt í rallinu að þessu sinni. Auk þeirra er rannsóknarskipið Árni Friðriksson að mæla. Togað er á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, […]
Æfa viðbrögð við ýmsum ógnum

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur. Alls 320 þátttakendur frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi taka […]
Frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

Karl Smári Hreinsson Ein merkasta heimild um Tyrkjaránið á Íslandi, Reisubók séra Ólafs Egilssonar er nú að koma út á frönsku í Casablanca í Marokkó. Útgefandi er þarlent forlag, La Croisée des Chemins. Bókin heitir á frönsku: La Razzia Septentrionale; L´historire des raids corsair barbaresque de Salé et d´Algier sur l´Islande en 1627 (Árásin á […]
Vilja draga úr áhrifum hækkunar fasteignamats

Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi – á fundi ráðsins í vikunni – ramma og forsendur fjárhagsáætlunar. Fram kemur í fundargerð að undanfarnar vikur hafi vinna staðið yfir á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja við að skoða áhrif breytingar á álagningarprósentu fasteignaskatts á tekjur bæjarsjóðs. Bæjarstjóri fór yfir vinnuna sem unnin var fyrir bæjarráð og þá tillögu sem liggur fyrir. Í […]
Geðlestin á ferð í Eyjum

Í tilefni af Gulum september ferðast landssamtökin Geðhjálp um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni. Núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar […]