Frönsk þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar
28. september, 2024
Höfundur - Að áeggjan Halls Gunnarssonar formann Minja- og Sögufélags Grindavíkur þá rituðu Karl Smári og Adam Nichols sögu Tyrkjaránsins í Grindavík. Bókin kom út á ensku árið 2020.

Karl Smári Hreinsson

Ein merkasta heimild um Tyrkjaránið á Íslandi, Reisubók séra Ólafs Egilssonar er nú að koma út á frönsku í Casablanca í Marokkó. Útgefandi er þarlent forlag, La Croisée des Chemins. Bókin heitir á frönsku: La Razzia Septentrionale; L´historire des raids corsair barbaresque de Salé et d´Algier sur l´Islande en 1627 (Árásin á Norðurslóðum; saga sjórána fríbýtara frá Sale og Algeirsborg á Ísland 1627). Þýðendur bókarinnar á frönsku eru Karl Smári Hreinsson og Adam Nichols þeir sömu og þýddu Reisubókina á ensku. Einnig aðstoðaði Jade Carameaux-Jurewicz við þýðinguna.

     Fyrsta franska þýðingin

Þessi nýja þýðing Reisubókar séra Ólafs Egilssonar, sem rænt var árið 1627 ásamt rúmlega 240 öðrum Vestmannaeyingum er fyrsta franska þýðingin á bókinni. Reisubók séra Ólafs Egilssonar (1564-1638) sem var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum þegar Tyrkjaránið var framið í júlímánuði árið 1627, er ítarlegasta lýsing sem til er á Tyrkjaráninu á Íslandi og í raun einstök heimild um landrán sem sjóræningjar og svokallaðir fríbítarar  frá Norður-Afríkuu frömdu á þessum tíma í mannkynssögunni. Þessi vandaða nýja þýðing er ekki aðeins Reisubók séra Ólafs Egilssonar heldur einnig fjölmörg bréf og frásagnir um Tyrkjaránið þrá þessum tíma, þar má nefn Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá, frásögn Kláusar Eyjólfssonar lögsagnara (sýslumanns) að Hólmum í Landeyjum sem hann ritaði eftir sjónarvottum strax eftir Tyrkjaránið en Kláus var bróðursonur séra Ólafs Egilsssonar. Þessi nýja franska þýðing er langítarlegasta efni sem komið hefur út um Tyrkjaránið í einni bók allt frá því að Sögufélagið gaf út efni um Tyrkjaránið á árunum 1906-1909. Þetta er jafnframt fyrsta bókin á frönsku um Tyrkjaránið en nánast ekkert er til á prenti á frönsku um Tyrkjaránið áður og því er bókin náma fyrir frönskumælandi fólk ekki síst í Norður-Afríku, en Tyrkjaránið 1627 á Íslandi er í raun einnig hluti af sögu þess heimshluta. Bókin er ríkulega myndskreytt alls um 430 blaðsíður.

 Aðrar útgáfur Reisubókarinnar

Fyrsta prentaða útgáfa og þýðing á Reisubók séra Ólafs Egilssonar sem til er dönsk þýðing frá árinu 1741. Sú þýðing var endurútgefin árið 1800. Á íslensku kom Reisubókin út í lítt vandaðri útgáfu árið 1852 og bar titilinn; Lítil saga um herhlaup Tyrkjans á Íslandi árið 1627. Á árunum 1906-1909 kom Reisubókin út á vegum Sögufélagsins ásamt mörgu öðru efni tengdu Tyrkjaráninu. Árið 1969 kom Reisubókin út hjá Almenna Bókafélaginu í umsjá Sverris Kristjánssonar sagnfræðings, lítið breytt frá útgáfunni 1906-1909. Síðasta útgáfa Reisubókarinnar á íslensku var útgáfa Más Jónssonar prófessors og Kára Bjarnasonar  íslenskufræðings og forstöðumanns Safna í Vestmannaeyjum. Bókaútgáfan Sæmundur gaf út árið 2020 með styrk frá Sögusetrinu 1627 í Vestmannaeyjum.  Í þeirri útgáfu er stuðst við handrit af Reisubókinni sem barst í hendur Þórðar Tómassonar í Skógum um 1980.

Titill bókarinnar á ítölsku er: Schiavi Dal Nord, l´incursione dei pirati bar bareschi in terra d´Islanda. Grindavík 1627.

Fyrsta enska þýðing Reisubókarinnar kom út á vegum Fjölva í Reykjavík árið 2008. Þýðendur voru Karl Smári Hreinsson, íslenskufræðingur og Adam Nichols prófessor við Marylandháskóla í Bandaríkjunum. Þeir rituðu einnig skýringar. Ásamt Reisubók séra Ólafs er þar að finna frásögn Kláusar Eyjólfssonar af Tyrkjaráninu og nokkur bréf sem hertekið fólk sendi heim til Íslands. Þessi enska þýðing var síðan endurútgefin hjá Sögu Akademíu árið 2011 og aftur 2014 lítið breytt og síðnan endurskoðuð útgáfa með viðaukum árið 2019. Árið 2016 kom út sama þýðing á vegum The Catholic University of America Press. Þessi bandaríska útgáfa er mun ítarlegri og fræðilegri en útgáfurnar  á vegum Sögu Akademíu enda um háskólaútgáfu að ræða.

Hollenskt útgáfufyrirtæki, Uitgeverij de Brouwerij (Brainbooks) sýndi Reisubók séra Ólafs Egilssonar mikinn áhuga enda koma Hollendingar mjög við sögu Tyrkjaránna í Vestmannaeyjum, Grindvík og á Austurlandi árið 1627. Þessi hollenska þýðing er gerð eftir ensku þýðingunni. Karl Smári og Adam Nichols skrifuðu formála og eftirmála. Þýðandi úr ensku á hollensku var Joris van Os.

Á síðasta ári (2023) kom síðan Reisubók séra Ólafs Egilssonar út á grísku. Þýðingin er gerð eftir ensku þýðingunni. Með Reisubókinni er einnig frásögn Kláusar Eyjólfssonar og bréf sem send voru til Íslands úr Barbaríinu. Útgefandi grísku þýðinarinnar er Lavyrinthos bókaforlag í Aþenu.

Árið 2022 kom út í Bandaríkjunum á vegum Columbia háskólans í New York safnrit um bókmenntir tengdar sjóránum frá miðri sextándu öld fram yfir aldamótin 1800. Enskur titill bókarinnar er; Barbary Captives – and Anthology of Early Modern Slave Memoirs by Europenas in North Africa. Ritstjóri er Mario Klarer.  Í bókinni eru sýnishorn bréfa eða frásagna evrópskra manna sem áttu það sameiginlegt að hafa verið herteknir af sjóræningjum og voru þrælar í Barbaríinu. Alls eru 13 frásagnir í bókinni, frá níu löndum, raðað í tímaröð. Þriðja frásögnin eru kaflar úr Reisubók séra Ólafs Egilssonar. Það sýnir hve mikilvæg frásögn Eyjaklerksins er í heimsbókmenntunum að kaflar úr Reisubókinni eru teknir í þetta safnrit sem er það fyrsta sem gefið er út um þetta efni. Við lestur bókarinnar sést hve sjórán og mannrán múslimskra sjóræningja frá Norður-Afríku voru algeng á hátt í þrjár aldir og hundruðir þúsundir manna voru hnepptir í ánauð í Barbaríinu.

Bókaflokkur um Tyrkjaránið

    Northern Captives – Hertekið fólk af Norðurhjara

Að áeggjan Halls Gunnarssonar formann Minja- og Sögufélags Grindavíkur þá rituðu Karl Smári og Adam Nichols sögu Tyrkjaránsins í Grindavík. Bókin kom út á ensku árið 2020. Fram að þeim tíma hafði lítið verið skrifað um Tyrkjaránið í Grindavík, sem framið var af fríbýturum frá  borginni Sale í Marokkó um sumarsólstöður 1627. Þá voru um 12-15 manns herteknir í Grindavík og annað eins af sjómönnum um borð í skipum sem ræningjarnir hertóku. Grindavíkuránið hefur fallið í skuggann af ráninu í Vestmannaeyjum. Bókin heitir á ensku: Northern Captives-the Story of the Barbary Corsair Raid on Grindavík in 1627. Í bókinni er fjallað um ránið í Grindavík, uppruna sjóræningjanna og foringja þeirra Hollendinginn Jan Janszoon van Harlem, sem síðar tók upp nafnið Mórath Reis. Einnig er kafli um Saleborg í Marokkó og um afdrif Járngerðarstaðafólksins en nær allir Íslendingarnir sem rænt var tilheyrðu sömu fjölskyldu. Grindavíkurbær ásamt Minja -og Sögufélagi Grindavíkur styrkti útgáfuna.

Stolen Lives – Glatað líf

Ári síðar (2021) kom út bókin Stolen Lives – the Story of the Barbary Corsair Raid on Heimaey in 1627. Bókin er um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum, lýsing á ráninu sjálfu og síðan aðstæðum í Algeirsborg þangað sem hertekna fólkið úr Vestmannaeyjum og af Austurlandi var flutt. Einnig er fjallað um útkaup hertekna fólksins og afdrif þess. Þessi bók er eitt ítarlegasta verk sem til er um ránið í Vestmannaeyjum. Sögusetur 1627 í Vestmannaeyjum styrkti útgáfuna.

Enslaved – í þrældómi

Um Tyrkjaránið á Austurlandi hefur lítið verið skrifað og má segja að sá atburður sé að falla í gleymskunnar dá og lítið eftir sem minnir á það nema einstaka örnefni, munnmæli og þjóðsögur. En sömu ræningjar og rændu í Vestmannaeyjum í júlímánuði 1627 komu fyrst til Austurlands og rændu þar um 110 manns, aðallega á Djúpavogi og í Berufirði en einnig í Hamarsfirði og á Berufjarðarströnd. Frá Austfjörðum héldu ræningjarnir síðan til Vestmannaeyja þar sem einnig bar vel í veiði. Bókin Enslaved (í þrældómi) sem fjallar um Tyrkjaránið á Austurlandi kom út árið 2022. Bókin er langítarlegasta verk sem til er um Tyrkjaránið á Austfjörðum. Líkt og í bókunum um ránin í Grindavík og í Vestmannaeyjum þá er fjallað um afdrif þess fólks sem eitthvað er vitað um og stuðst er við bréf og aðrar heimildir. Ein aðalheimild Tyrkjaránið á Austfjörðum er svokölluð Frásögn skólapilta að austan, en sú frásögn var tekin saman í Skálholti veturinn eftir ránið. Einnig er bréf Guttorms Hallssonar sem var bóndi í Búlandsnesi við Djúpavog . Guttormur var á meðal hertekna fólksins fyrir austan og skrifaði merkilegt bréf til ættingja sinna þar sem hann lýsir ráninu og síðan vistinni í Barbaríinu. Sögufélag Austurlands styrkti útgáfu þessarar bókar og sýndi formaður félagsins Sigurjón Bjarnason útgáfunni mikinn áhuga og hvatti til útgáfunnar.

Bókin heitir á frönsku: La Razzia Septentrionale; L´historire des raids corsair barbaresque de Salé et d´Algier sur l´Islande en 1627 (Árásin á Norðurslóð um; saga sjórána fríbýtara frá Sale og Algeirsborg á Ísland 1627).

 

Turbulent Times – Róstusamir tímar

Á síðasta ári (2023) kom síðan út síðasta bókin í þessum bókaflokk um Tyrkjaránið á Íslandi. Bókin heitir á ensku; Turbulent Times, Skálholt and the Barbary Corsair Raids on Iceland in 1627 og fjallar um þátt Skálholts og Skálholtsskóla í ritun og varðveislu heimilda um Tyrkjaránið og einnig er fjallað um sögu Skálholts frá siðaskiptum 1550 og framyfir Tyrkjaránið 1627. Í þessu verk kemur vel í ljós mikilvægi Skálholts sem biskups- og menntaseturs á þessum tíma í Íslandssögunni. Má segja að þær heimildir sem Íslendingar hafa um Tyrkjaránin séu að stórum hluta tengd Skálholti á einn eða annan hátt. Það var ekki síðst fyrir atbeina Odds Einarssonar Skálholtsbiskups að saga Tyrkjaránsins varðveittist vel, enda málið honum skylt þar sem öll ránin voru framin í Skálholtsbiskupsdæmi. Þess ber einnig að geta að höfundar og heimildarmenn að skrifum um Tyrkjaráið voru flestir menntaðir í Skálholti eða tengdir Skálholtsstað. Þar má nefna séra Ólaf Egilsson, höfund Reisubókar sem við hann er kennd og tvo af þeim herteknu Íslendingum sem skrifuðu bréf úr fangavist sinni í Barbaríinu, Guttorm Hallsson á Búlandsnesi við Djúpavog og Jón stúdent Jónsson frá Járngerðarstöðum í Grindavík en þeir voru allir lærðir í Skálholtsskóla og einnig tendir Skálholti á annan hátt. Það var fyrir áeggjan núverarandi Skálholtsbiskups séra Kristjáns Björnssonar að bókin var skrifuð og veitti Skálholtssstaður ríflegan stuðning við útgáfu bókarinnar. Séra Kristján Björnsson ritaði inngang að bókinni. Saga Tyrkjaránsins hefur alla tíð verið honum hugleikinn enda eins og hann nefnir í formála bókarinnar þá er hann arftaki séra Odds Einarssonar Skálholtsbiskups og afkomandi og arftaki séra Ólafs Egilssonar en séra Kristján var prestur í Vestmannaeyjum um tíma. Það eru því tveir Skálholtsbiskupar sem hveta til ritunar þessarar sögu þótt 400 ár skilji þá að. Það má segja að bókin Turbulent Times sé einskonar lykilbók í þessum bókaflokki og tengi saman atburði í þjóðarsögunni við einstaklinga og einnig við sögu Evrópu á þessum róstusömu tímum.

Ítalskar þýðingar

Á síðasta ári (2023) kom út ítölsk þýðing á Northern Captive, bókinni um Grindavíkurránið. Titill bókarinnar á ítölsku er: Schiavi Dal Nord, l´incursione dei pirati barbareschi in terra d´Islanda. Grindavík 1627.  Útgefandi er Passaggio Al Bosco Edizioni í Flórens. Þýðandi er Attilio Sodi Russotto sem einnig hefur þýtt  bókin Stolen Lives um Vestmannaeyjaránið og gert er ráð fyrir að sú bók komi út í haust eða snemma á næsta ári. Ítalir þekkja til þessarar sögu sjórána og óaldar á Miðjarðarhafi þegar Norður-Afrískir sjóræningjar herjuðu á lönd kristinna manna við norðanvert Miðjarðarhaf.  Það er því sameiginleg reynsla Íslendinga og Ítala af sjóránum sem vekur áhuga Ítala á Tyrkjaráninu. Einnig má geta þess að Reisubók séra Ólafs Egilssonar er óvenjuleg heimild um Ítalíu séð með augum Norður-Evrópubúa á fyrri hluta 17. Aldar. Um mikilvægi og heimildagildi Reisubókarinnar fyrir ítalska sögu skrifaði ítalskur prófessor Stefano Piastra allítarlega grein í þekkt landfræðitímarit á Ítalíu.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst