Flokkur fólksins þarf að komast í ríkisstjórn

„Mér finnst staðan í pólitíkinni ótrúlega spennandi. Við erum loksins laus við þessa ríkisstjórn sem hefur nákvæmlega ekkert gert til að verja heimili og minni fyrirtæki landsins fyrir því gengdarlausa vaxtaokri sem á þeim hefur dunið, heldur tók einfaldlega meðvitaða ákvörðun um að fórna þeim sem mest skulda og minnst eiga á altari bankanna,“ segir […]
Njáll ekki í framboð

„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á lista Framsóknar í komandi kosningum.” segir Njáll Ragnarsson, framsóknarmaður og oddviti Eyjalistans aðspurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum. „Eins og alltaf eru þessar kosningar mikilvægar. Það sem öllu máli skiptir er að næsta ríkisstjórn geti tekist á […]
Georg ekki á lista hjá Flokki fólksins

Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þetta staðfestir hann í samtali við Eyjafréttir. Georg hefur tvívegis tekið sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili fyrst í mars–apríl árið 2022 og aftur í maí–júní á þessu ári. Hann hyggst fara betur yfir ákvörðun sína – […]
Eyþór ekki á leið í landsmálin

Fjölmargir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum landsins skoða nú möguleg framboð til þingkosninga. Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er ekki einn þeirra. Spurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum, var svar hans stutt: Nei. Eyþór hvetur alla kjósendur til að setja atkvæði sitt á flokk sem ætlar að […]
Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk

Rekstur heimaspítala er nýjung í rekstri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) sem felst í aukinni heilbrigðisþjónustu, þar með talinni læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Heilbrigðisráðuneytið hefur gert samkomulag við stofnunina um stuðning við verkefnið. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU undirrituðu samkomulagið í fyrradag, segir […]
Mæta Aftureldingu á útivelli

Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur Afturelding á móti ÍBV í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Afturelding hefur farið vel af stað og eru í öðru sæti deildarinnar með 9 stig úr 6 leikjum. ÍBV er í sjötta sæti með 7 stig úr jafn mörgum leikjum. Flautað verður […]