Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þetta staðfestir hann í samtali við Eyjafréttir.
Georg hefur tvívegis tekið sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili fyrst í mars–apríl árið 2022 og aftur í maí–júní á þessu ári. Hann hyggst fara betur yfir ákvörðun sína – í grein – á næstu dögum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst