Fjölmargir kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum landsins skoða nú möguleg framboð til þingkosninga. Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er ekki einn þeirra. Spurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum, var svar hans stutt: Nei.
Eyþór hvetur alla kjósendur til að setja atkvæði sitt á flokk sem ætlar að halda áfram að herða reglur við landamærin. „Koma okkur áfram í orkumálum, vinna að atvinnuuppbyggingu og það sem er mikilvægast að klára það verkefni sem er lækkun vaxta til að gera fjölskyldum og fyrirtækjum auðveldara með að ná endum saman. Ef einhver er í vafa um hvaða flokk ég er að tala, þá er það Sjálfstæðisflokkurinn sem fellur undir þessa upptalningu.” segir hann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst