Almenn ánægja með þjónustu bæjarins

Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup ríkir almenn ánægja meðal íbúa í Vestmannaeyjum með þjónustu bæjarins og er hann í 1-2. sæti þegar kemur að ánægju með stað til að búa á. Í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda segir að af þeim 13 þjónustuþáttum sem mældir eru er Vestmannaeyjabær yfir landsmeðaltali í 12 þeirra og við landsmeðaltal í […]
Lítið dýpi í Landeyjahöfn

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt fyrir hádegi í dag og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn nema þegar veður er mjög gott á flóði, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þess er jafnframt […]
Styrkja ÍBV um 13 milljónir vegna hitalagna

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur tekið fyrir á ný beiðni ÍBV-íþróttafélags um fjárveitingu til að hægt sé að setja hitalagnir undir Hásteinsvöll. Margrét Rós Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi D lista, lagði fram á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja tillögu vegna málsins um hitalagnir undir Hásteinsvöll. Meirihluti bæjarstjórnar greiddi atkvæði með tillögu forseta bæjarstjórnar um að vísa tillögunni til bæjarráðs. Úr […]
Andri Erlingsson – Framundan eru spennandi tímar í handboltanum

Andri Erlingsson, handboltamaður hlaut viðurkenningu fyrir íþróttamann æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Um hann segir: Andri tók miklum framförum á árinu 2024 og er nú orðinn sterkur leikmaður í meistaraflokki í handbolta. Hann hefur átt glæsilegt tímabil og var í október útnefndur besti sóknarmaður deildarinnar samkvæmt tölfræðiveitunni HB Statz. Andri er […]