Andri Erlingsson, handboltamaður hlaut viðurkenningu fyrir íþróttamann æskunnar 2024 sem valinn var nú í janúar síðastliðnum. Um hann segir: Andri tók miklum framförum á árinu 2024 og er nú orðinn sterkur leikmaður í meistaraflokki í handbolta. Hann hefur átt glæsilegt tímabil og var í október útnefndur besti sóknarmaður deildarinnar samkvæmt tölfræðiveitunni HB Statz. Andri er til fyrirmyndar fyrir alla unga iðkendur. Andri lauk árinu með því að spila með U-19 ára landsliðinu á Sparkassen Cup í Þýskalandi, þar sem liðið hlaut silfurverðlaun. Andri svaraði nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir.
Fjölskylda: Mamma mín heitir Vigdís Sigurðardóttir, pabbi minn Erlingur Birgir Richardsson og svo á ég tvö systkini sem heita Sanda og Elmar.
Hefur þú búið annars staðar en í Eyjum? Já ég hef búið á mörgum stöðum Kópavogi, Austurríki, Þýskalandi og svo hérna í Vestmannaeyjum.
Mottó: Vera jákvæður, glaður og kurteis.
Síðasta hámhorfið: Það var líklega Squid Game.
Uppáhalds hlaðvarp? Handkastið.
Aðaláhugamál: Að stunda Íþróttir er það eina sem mér dettur í hug.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án? Myndi segja að það væri að spila handbolta og einnig að spila golf (á sumrin).
Hvað óttast þú mest? Að meiðast illa.
Hvað er velgengni fyrir þér? Að ná árangri og vinna titla.
Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta? Ég held að ég hafi verið 5 ára.
Hvað er fram undan hjá þér í handboltanum? Það eru nóg af leikjum í Olís núna fram undan og svo eru líka tveir bikarleikir með 3. flokki og meistaraflokki, þannig það eru spennandi tímar fram undan.
Eitthvað að lokum? Bara að vera glaður og njóta lífsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst