Fimm tilboð bárust í gervigras

Þann 6. febrúar sl. voru opnuð tilboð í gervigras á Hásteinsvöll. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja. Þar segir jafnframt að fimm tilboð hafi borist. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 96.795.000 kr. Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi: Laiderz ApS-tilboð 1: 92.909.027 kr. Laiderz ApS-tilboð 2: 101.386.627 kr. Metatron ehf.-tilboð 1: 117.806.755 kr. Metatron ehf.-tilboð […]
Falla frá sölu á Eygló

Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli […]
Rauðátan – Hafrannsóknastofnun telur óhætt að veiða allt að 59.000 tonn á ári

„Ég hef verið í sambandi við útgerðarfélög um allt land og vonast til að fá skip til veiðanna næsta sumar,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja þegar hann var spurður um stöðu rauðátuverkefnsins. „Auðvitað eru menn með og á móti veiðum af þessu tagi en þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir Vestmannaeyinga ef rétt er að […]