Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli sem samkeppnieftirlitið hefur nú til meðferðar.
Fyrir liggur að brýn þörf er á að halda áfram uppbyggingu á fjarskiptainnviðum í Vestmannaeyjum til að tryggja öllum íbúum aðgang að háhraðatengingum. Haldi samrunamálið áfram næstu mánuði í óvissu um hver endanleg niðurstaða samkeppnisyfirvalda verður, er ljóst að tafir munu verða á frekari uppbyggingu háhraða-tenginga í Vestmannaeyjum.
Fram kemur í niðurstöðu að bæjarráð samþykki samhljóða tillögu stjórnar Eyglóar um að falla frá viðskiptunum og tilkynna það samkeppniseftirliti.
Bærinn með ljósleiðara Eyglóar í lokuðu söluferli – Eyjafréttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst