Þann 6. febrúar sl. voru opnuð tilboð í gervigras á Hásteinsvöll. Þetta kemur fram í fundargerð framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja. Þar segir jafnframt að fimm tilboð hafi borist. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 96.795.000 kr.
Tilboðin sem bárust voru eftirfarandi:
Laiderz ApS-tilboð 1: 92.909.027 kr.
Laiderz ApS-tilboð 2: 101.386.627 kr.
Metatron ehf.-tilboð 1: 117.806.755 kr.
Metatron ehf.-tilboð 2: 131.717.730 kr.
Metatron ehf.-tilboð 3: 144.056.160 kr.
Ráðið samþykkti að ganga til samninga við Laiderz ApS á grundvelli tilboðs 1 og fól ráðið framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst