Auglýsa eftir aðilum til að byggja og reka heilsurækt

Bæjarráð samþykkti í morgun samhljóða að auglýsa eftir aðilum til að byggja heilsurækt við íþróttahúsið og reka hana. Fram kemur í fundargerðinni að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafi fundað með þeim aðilum sem óskuðu eftir samtali um uppbyggingu heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Annars vegar er um að ræða eigendur World Class og hins vegar Eygló Egilsdóttur, Garðar […]
Pathway landar í Eyjum

Uppsjávarskipið Pathway kom til Vestmannaeyja í morgun. Skipið var með um 2300 tonn af kolmunna sem landað er hjá Ísfélaginu. En Ísfélagið festi einmitt kaup á skipinu í fyrra og var um það samið að það yrði afhent í maí nk. Páll Scheving Ingvarsson, verksmiðjustjóri FES, fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir í gær […]
Bærinn og GV semja

Í síðustu viku undirrituðu þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Sigursveinn Þórðarson, stjórnarformaður Gólfklúbbs Vestmannaeyja tveggja ára samstarfssamning milli klúbbsins og Vestmannaeyjabæjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að megináhersla með samningnum sé skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda, en jafnframt á keppnis- og […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1614. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir má þar helst nefna fyrri umræðu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024, umræðu um samgöngumál og Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Fyrri […]
Lúxushótel og baðlón á Nýja hrauninu tilbúið 2026 -2027

„Ástæðan er einföld, Vestmannaeyjar er einn fallegasti staður á jarðríki. Ég og Magga erum búin að vera viðloðandi Eyjarnar í um tíu ár. Við keyptum okkur hús við Búhamar og gerðum upp. Það hefur verið okkar annað heimili síðan,“ segir Kristján Gunnar Ríkharðsson oftast kenndur við fyrirtæki sitt, Skugga byggingarfélag sem hefur verið umfangsmikið í […]