Óska Kára velfarnaðar og þakka fyrir hans framlag til ÍBV

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi í kvöld frá sér stutta tilkynningu vegna máls Kára Kristjáns Kristjánssonar og félagsins. Í yfirlýsingunni segir að ÍBV-íþróttafélag harmi að viðræður við Kára Kristján hafi ekki gengið sem skyldi. „Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og tjáir sig ekki frekar um einstök samningsmál. Við óskum Kára velfarnaðar í […]

Þokkalega kátur með veiðiferðina

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Aflinn var mest ýsa ásamt ufsa og þorski, að því er segir í frétt á fréttasíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist vera þokkalega kátur með veiðiferðina. „Haldið var til veiða seinni partinn á sunnudag og byrjað að veiða í Reynisdýpinu. Þar var heldur lítið að hafa […]

Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]

Spilar aldrei aftur fyrir ÍBV

Eyja 3L2A8985

Kári Kristján Kristjánsson spilar ekki með ÍBV í Olís-deildinni í vetur og mun aldrei leika aftur í treyju ÍBV. Þetta staðfesti hann í löngu og ítarlegu hlaðvarpsviðtali við Handkastið í gærkvöldi. Í viðtalinu fer hann ítarlega yfir tímalínu samningaviðræðna hans við ÍBV sem hófust í maí og lauk í síðustu viku. Þar segir Kári frá […]

Hugsanlegar rafmagnsskerðingar í Eyjum 19. ágúst

HS_veit_IMG_7380_tms_cr

Aðfaranótt þriðjudags 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00 að morgni, verður rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Er það í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir enn fremur að á meðan á þessu standi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.