Eyjakonur unnu Ragnarsmótið á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér Ragnarsbikarinn eftir 11 marka sigur á Selfossi í Sethöllinni í dag. Leikurinn var úrslitaleikur og endaði 33-22 ÍBV í vil. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn en Eyjakonur voru mikið sterkari aðilinn í þeim síðari. ÍBV hafði áður sigrað Víking og Aftureldingu sannfærandi. Þetta er annað æfingamótið sem stelpurnar sigra, […]

Grunnskólinn settur – Kveikjum neistann megin stefið

Nemendur í Grunnskóla Vestmmannaeyja eru samtals 534 og kennarar og annað starfsfólk telur 122, samtals 656 sem gerir Grunnskólann að særsta vinnustað í Vestmannaeyjum. Þar af eru í Hamarsskóla 180 nemendur og starfsmannafjöldi 52. Þar eru 52 nemendur og 14 starfsmenn á fimm ára deildinni og 74 nemendur og tíu starfsmenn á frístund. Í Barnaskólanum eru 354 nemendur og […]

Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýnir þátt um pysjubjörgunina í Eyjum

Pysja Lundi Skjask Youtube 25

Bandaríska sjónvarpstöðin PBS heldur út vinsælum þætti sem nefnist Nature eða Náttúran. Í gegnum árin hefur Nature fært fegurð og undur náttúrunnar inn á bandarísk heimili og orðið að viðmiði náttúrusöguþátta í bandarísku sjónvarpi. Þáttaröðin hefur hlotið meira en 600 viðurkenningar frá sjónvarpsiðnaðinum, alþjóðlegum kvikmyndasamtökum um dýralíf, foreldrasamtökum og umhverfissamtökum – þar á meðal 10 […]

​Óska eftir lóð undir aðra seiðaeldisstöð

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var tekin fyrir umsókn frá Laxey um stækkun iðnaðarsvæðis og lóðar í Viðlagafjöru. Í umsókninni er óskað eftir heimild til að hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að landnotkunarreit efnistökusvæðis E-1, 5,1 hektari, falli undir landnotkunarreit iðnaðarsvæðis I-3 og að lóð fyrirtækisins nái yfir efnistökusvæði E-1. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.