Tjón í Vestmannaeyjahöfn eftir storminn

Vestan stormur gekk yfir sunnanvert landið í gærkvöld og nótt, með hviðum sem mældust nær 40 metrum á sekúndu á Stórhöfða þegar mest gekk á. Veðurstofan hafði áður varað við talsverðum sjógangi í kjölfar stormsins, og reyndist það eiga við í Vestmannaeyjahöfn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fóru tveir léttabátar á hvolf í höfninni og sá þriðji […]
Minna tuð – meiri tenging

ADHD Eyjar standa fyrir fræðslufundi mánudaginn 13. október klukkan 20:00 í Visku undir yfirskriftinni „Minna tuð – meiri tenging“. Fundurinn er ætlaður aðstandendum barna og unglinga með ADHD, en einnig öllum sem vilja fræðast og skilja betur hvernig hægt er að styðja einstaklinga með röskunina í daglegu lífi. Fyrirlesari kvöldsins er Jóna Kristín Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri […]
Oliver sækir á nýjar slóðir en mun sakna Eyjanna

„Þar sem ég tók þetta skref til Eyja, fór og lærði að búa einn, kynntist nýju fólki og umhverfi, þá held ég að ég verði ekki lengi að aðlagast hlutunum utan fótboltans. Kærastan mun líka aðstoða mig í því, hún mun hjálpa mér að verða ekki klikkaður seinni part dags eftir að ég kem heim af […]
Siglt síðdegis til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og 18:30 (Áður ferðir kl. 17:00 og 19:30). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 17:15 og 20:15 (Áður ferðir kl. 18:15 og 20:45). Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er alltaf […]
Rafmagn komið aftur á

Rafmagnslaust var í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum í dag. Útleysing var vegna seltu, segir í tilkynningu frá Landsneti. ,,Rafmagn er komið á aftur, engar skemmdir fundust á línunni en selta er talin ástæðan fyrir rafmagnsleysinu. Veðrinu síðasta sólarhring fylgdi mikil selta en rigningin sem er núna mun hjálpa til […]
Rafmagnslaust í Eyjum, Vík og Landeyjarsandi – uppfært

Rafmagnið fór af öllum Vestmannaeyjabæ laust fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsnets leysti Rimakotslína 1 út. „Rimakotslína 1 milli Hvolsvallar og Rimakots leysti út. Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum, Vík og Landeyjarsandi,” segir í tilkynningunni. Uppfært kl. 12.18. Fram kemur í tilkynningu Landsnets að orsök liggi ekki fyrir en verið er að […]
Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]