Frændurnir og meistarakokkarnir í hópi þeirra bestu

„Þar sem maðurinn minn er óhóflega hlédrægur og sér enga ástæðu til þess að monta sig af einu eða neinu finnst mér ég algjörlega tilneydd til þess að deila þessum pósti. Í kvöld var viðburður þar sem útgáfu bókarinnar, 25 Best Chefs – Iceland var fagnað með einstökum kvöldverðarviðburði á Vox Brasserie, þar sem sjónum er beint að fremstu matreiðslumönnum landsins,“ […]
Barbora Gorová – Frá Tékklandi til Vestmannaeyja

Barbora Gorová flutti til Vestmannaeyja árið 2017 ásamt eiginmanni sínum, Eyjamanninum Gísla Matthíasi Sigmarssyni. Þau kynntust á ferðalagi sínu um Kúbu og urðu fljótlega par. Eftir að hafa búið saman erlendis um tíma ákváðu þau að setjast að í Eyjum. Barbora er lyfjafræðingur að mennt og hefur hún vakið athygli fyrir fagmennsku sína og þjónustulund […]
Lundúnir í fyrradag og Lúxemborg í dag

Eyjamaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, sem hefur verið að gera það gott undir listamannsnafninu Júníus Meyvant, hóf tónleikaferðalag sitt um Evrópu með tónleikum í Lundúnum í fyrrakvöld. „Þetta var bara gaman, mjög gaman,“ segir Unnar um fyrstu tónleikana, sem voru vel sóttir. „Ég ætlaði að vera kominn með plötu, en það klúðraðist aðeins í smá studíórugli. Ég […]
Höfnin stefnir á Seatrade eftir 14 ára hlé

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum að leggja til að tveir fulltrúar Vestmannaeyjahafnar verði sendir á Seatrade Global ráðstefnuna sem fer fram í vor. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur, en fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn henni. Beiðnin barst frá hafnarstjóra og hafsögumönnum sem telja nauðsynlegt að viðhalda tengslum við viðskiptavini […]
ÍBV fær KA/Þór í heimsókn

Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur […]