Erla Hrönn og Friðrika Rut spiluðu með u-15 á Englandi

Þær Erla Hrönn Unnarsdóttir og Friðrika Rut Sigurðardóttir, leikmenn ÍBV í fótbolta, hafa dvalið síðustu daga á Englandi og leikið með u-15 ára landsliði Íslands á UEFA Development mótinu. Í fyrsta leiknum, á móti Englandi, kom Erla Hrönn inn á í hálfleik. Leiknum lauk með 1-2 tapi. Þær voru báðar í byrjunarliðinu í leik númer […]
Ísfisktogarar á Austfjarðamiðum

Ísfisktogararnir Gullver NS, Bergey VE og Vestmannaey VE hafa að undanförnu lagt stund á veiðar á Austfjarðamiðum og hafa þeir allir landað í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar. Þórhallur Jónsson, skipstjóri á Gullver, sagði að landað hefði verið 76 tonnum á Seyðisfirði á mánudaginn. „Þetta var nánast eingöngu þorskur og ýsa. Við […]
Mikil áhrif á orkukostnað í Eyjum

Landsnet stefnir að því að hætta að bjóða upp á skerðanlegan flutning rafmagns til Vestmannaeyja um næstu áramót, samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá HS Veitum um áhrif breytingarinnar á sveitarfélagið. Í svörum fyrirtækisins kemur fram að niðurfelling skerðanlegs flutnings muni hafa veruleg áhrif á rekstur […]
„Þýðir auðvitað bara betra verð“

„Svartur föstudagur þýðir auðvitað bara betra verð fyrir okkar viðskiptavini og því tilvalið að klára þau kaup sem fólk hefur verið að velta fyrir sér að fara út í,“ segir Björgvin Hallgrímsson, fjármálastjóri Miðstöðvarinnar í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að verslunin leggi almennt áherslu á hóflegt verð allt árið, en fái nú „smá aðstoð“ […]
Tryggjum öryggi eldri borgara

Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru […]
Kveikt verður á jólatrénu á Stakkó á föstudag

Kveikt verður á jólatréinu á Stakkó næstkomandi föstudag við hátíðlega athöfn. Dagskráin byrjar stundvíslega kl 17 og mun Lúðrasveit Vestmannaeyja hefja dagskrána með nokkrum lögum. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, mun flytja ávarp og mun barnakórinn Litlu lærisveinarnir, undir stjórn Kitty Kovács, syngja nokkur lög. Viðar prestur verður einnig með stutt ávarp. Að því loknu mun […]
Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV er komið út

Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2025 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við Guðmund Tómas Sigfússon þjálfara og leikmennina þau Helenu Heklu Hlynsdóttur og Sigurð Arnar Magnússon. Þá eru umfjallanir og myndir frá verkefnum deildarinnar í vor og sumar, segir í tilkynningu knattspyrnudeildar. Ritstjóri blaðsins er Örn Hilmisson. Knattspyrnudeild vill þakka öllum styrktaraðilum […]