24 ferðir á viku yfir vetrartímann og 38 á viku yfir sumarið
19. janúar, 2010
Bæjarráð Vestmannaeyja gerði sér lítið fyrir og útbjó á fundi sínum drög að áætlun og gjaldskrá Herjólfs fyrir Landeyjahöfn. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa gagnrýnt samgönguyfirvöld undanfarið fyrir seinagang varðandi skipulagningu ferða í hina nýju höfn sem áætlað er að opna 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt áætlun Vestmannaeyjabæjar mun kosta 600 krónur fyrir fullorðinn einstakling og 1200 kr. fyrir fólksbifreið. Herjólfur mun sigla 24 ferðir á viku yfir vetrarmánuðina en 38 ferðir yfir sumartímann. Auk þess lagði bæjarráð fram áhersluatriði sín vegna hafnarinnar en fundargerð bæjarráðs má lesa hér að neðan.