Núverandi staða í samgöngum milli lands og Eyja er óþolandi ef blómleg byggð á að haldast í Vestmannaeyjum. Í 16 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins hefur eyjaskeggjum fækkað um fjórðung. En ekkert bólar á nýjum Herjólfi. Ekkert bólar á fjárveitingu svo hægt sé að rannsaka hvort jarðgöng séu raunverulegur valkostur.
Góðar samgöngur eru forsenda fjölbreytts og skapandi atvinnulífs í nánum tengslum við háskóla- og frumkvöðlasetur sem hvetja til einstaklingsframtaks og nýsköpunar.
Góðar samgöngur eru líka forsenda þess að ferðaþjónusta blómstri í Eyjunum sem hafa upp á svo ótal margt heillandi að bjóða.
Stóriðjustefna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur komið í veg fyrir samgöngubætur. Með stóriðjuhléi gefst tækifæri að laga samgöngurnar. Hvað eru 4 milljarðar í nýjan Herjólf miklir peningar til að tryggja byggð í Eyjum í samanburði við þá 140 milljarða sem ríkið varði í Kárahnjúkavirkjun fyrir Alcoa Reyðarfirði?
Íslandshreyfingin er ekki bara góður valkostur fyrir þá sem láta sér annt um náttúru Íslands. Heldur ekki síður þá sem vilja að skattfénu sé frekar varið í samgöngubætur og skattalækkanir en niðurgreiðslur á orku til stóriðju. Íslandshreyfing er góður kostur fyrir þá sem vilja að forræðishyggja víki fyrir frumkvæði og hugviti fólksins.
Hugsaðu málið �? kynntu þér stefnu Íslandshreyfingarinnar. Kjóstu fyrir Ísland, kjóstu fyrir framtíðina kjóstu Íslandshreyfinguna.
Ásta �?orleifsdóttir jarðfræðingur skipar 1. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst