Töluvert magn fíkniefna fannst á heimili hennar á Selfossi en fyrir dómi kvaðst hún ekki hafa vitað af efnunum. �?á lagði lögregla einnig hald á ólögleg eggvopn, en hún sagði þau vera minjagripi. Barnaverndaryfirvöldum var gerð grein fyrir húsleitinni þar sem tveir ungir drengir búa á heimili hennar.
Síðasta sumar stöðvaði lögregla tvo karlmenn á ferð um Suðurlandsveg. Í bíl þeirra fannst þýfi og lítilræði af amfetamíni. Í framhaldinu ákvað lögregla að gera húsleit á heimili konunnar þar sem mennirnir höfðu haft viðkomu. �?ar fundust fíkniefni falin á fjórum mismunandi stöðum í húsinu, þar á meðal í veski konunnar, en alls voru það tæpt gramm af amfetamíni og sautján grömm af kannabisefni.
Dómari taldi framburð konunnar mjög misvísandi í málinu. Í lögregluskýrslu hafði hún kannast við að fíkniefni væru geymd á vissum stöðum í húsinu. Henni hefði nefnilega áskotnast efnin og verið of kærulaus til að losa sig við þau. Fyrir dómi kvaðst hún hins vegar ekki hafa vitað af efnunum að undanskildum smáskammti af spítti sem hún sagðist hafa fengið gefins og stungið í handtöskuna sína í bríaríi. Hún kvaðst ekki neyta fíkniefna og ennfremur aldrei hafa keypt slík efni.
�?á fundust í barnaherbergi á heimili hennar kaststjarna, kasthnífur, stunguvopn og bitvopn. Konan sagði þessa hluti vera minjagripi í eigu sonar hennar og studdi framburður eiginmanns hennar þá málsvörn. Dómari taldi það ekki breyta miklu þar sem um væri að ræða ólögleg vopn. �?Auk þess telur dómurinn það vera ábyrgðarhlut að afhenda slík vopn tíu ára gömlu barni en [þau] geta verið stórhættuleg sé þeim beitt gegn líkama á einhvern hátt, bæði vegna þyngdar og hversu beitt þau eru,�? segir í niðurstöðu dómara, Ástríðar Grímsdóttur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst