ÁKVEÐIÐ hefur verið að verja rúmlega 650 milljónum króna til verkefna er lúta að bættum aðbúnaði aldraðra, svo sem með fjölgun hjúkrunarrýma og breytingum á hjúkrunarrýmum í fjölbýli í einbýli.
Fjármagnið kemur úr Framkvæmdasjóði aldraðra en hann fær tekjur af sérstöku gjaldi sem lagt er á skattskylda einstaklinga.
Það er félags- og tryggingaráðherra sem ákveður úthlutun úr sjóðnum og fer í þeim efnum að tillögum samstarfsnefndar um málefni aldraðra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst