Íslandsmótið í höggleik hófst á golfvellinum í Vestmannaeyjum um klukkan sjö í morgun en það var bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson sem sló upphafshöggið af 1. teig. Upphafshöggið gefur vonandi fyrirheit um það sem koma skal því bæjarstjórasveiflan var í góðu lagi og Elliði smellhitti boltann. Veðrið er þó ekki að hjálpa Eyjamönnum þessa stundina, nokkur vindur er í Eyjum og gengur á með skúrum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst