Eyjahljómsveituin Tríkót lék á Tjarnarsviðinu síðustu klukkutímana á síðustu Þjóðhátíð. Kl. 6 að morgni mánudagsins, fannst Þjóðhátíðarnefndinni komið nóg og óskuðu eftir því að hljómsveitin hætti að spila. En Tríkótarar voru sjálfir ekki búnir að fá nóg. Þeir brugðu sér í tjald Vina Ketils bónda og héldu áfram spilamennsku og fjöri fram undir hádegi. Hér má sjá videóklippu af stemmningunni í tjaldinu. Og auðvitað var Bahama tekið af krafti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst