Langþráðar framkvæmdir við Suðurstrandarveg hefjast í næsta mánuði, að sögn Svans Bjarnasonar svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðursvæði.
Vegagerðin hefur samið við lægstbjóðanda í verkið, sem var fyrirtækið KNH ehf. á Ísafirði. KNH bauðst til að framkvæma verkið fyrir rúmar 697 milljónir króna. Eru það 73,5% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 949 milljónir rúmar.Suðurstrandarvegur, milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, hefur verið á áætlun í áratugi en framkvæmdum var margoft frestað í gegnum árin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst