Vestfirðingar á Suðurlandi stóðu fyrir tveimur bókakyningum á Suðurlandi um síðustu helgi. Troðullt var í Bókakaffi á Selfossi og í versluninni Klakki í Vík í Mýrdal. Á heimleiðinni frá Vík á laugardag var komið við í Kaffi Eldstó á Hvolsvelli hjá söngkonunni Guðlaugu Helgu Ingadóttur og Þór Sveinssyni leirkerasmið sem voru með aðventusamkomu. Þar afhenti Guðlaug Helga Jóni Kr. Ólafssyni á Bíldudal undirkjól af söngkonunni Guðrúnu Á. Símonar sem Guðlaug Helga lærði hjá á sínum tíma. Var Jón Kr. mjög ánægður með kjólinn og mun hann fá veglagan sess í tónlistarsafni hans á Bíldudal sem heitir Melódíur minninganna”“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst