Á leiðinni í Herjólf í morgun hlustaði ég á umræður á Bylgjunni, þar sem umræðuefnið var bankahrunið og hvernig við eigum að bregðast við því. Sitt sýnist hverjum, en ég er mjög ánægður með það að við í Frjálslynda flokknum höfum tekið þá ákvörðun, eins og alltaf, að vera ekki með einhverskonar kosningaloforð rétt fyrir kosningar um óútfylltar ávísanir eins og t.d. þessa hugmynd um 20% niðurfellingu allra skulda, bæði hjá fjölskyldum og fyrirtækjum, enda er nokkuð ljóst að þegar þessi hugmynd er skoðuð nánar, þá er alveg augljóst að þetta er ekkert sem menn geta staðið við eftir kosningar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst