Eyjamenn taka í kvöld á móti Grindavík í sjöttu umferð Pepsí deildar karla á Hásteinsvellinum og hefst leikur liðanna klukkan 19:15. Eyjamenn unnu fyrsta sigurinn í deildinni í síðustu umferð og skoruðu sín fyrstu mörk í góðum útisigri gegn Fjölni 1:3. Tveir leikmenn verða þó í banni í kvöld en þeir Bjarni Rúnar Einarsson og Tonny Mawejje fengu báðir rautt gegn Fjölni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst