Vefurinn
Fótbolti.net gerir upp 13. umferðina á vef sínum í dag en Eyjamenn eru áberandi í uppgjörinu. Christopher Clements, enski miðjumaðurinn frá Crewe Alexandra er leikmaður umferðarinnar en Clements hefur vaxið jafnt og þétt í sumar og er nú einn af lykilmönnum liðsins. Þá er Heimir Hallgrímsson þjálfari umferðarinnar en Heimir gerði tvær breytingar á sínu liði í stöðunni 3:2 sem skilaði tveimur mörkum og þremur stigum.