Nú liggur ljóst fyrir að KFS mætir Hvíta riddaranum í fyrstu umferð úrslita 3. deildar karla í knattspyrnu. KFS varð langefst í B-riðli en Hvíti riddarinn náði öðru sæti C-riðils eftir æsispennandi baráttu þriggja liða. Spilað er heima og heiman og það lið sem hefur betur, kemst áfram í næstu umferð.