Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins á lokamóti EM í Finnlandi fer fram í dag en leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Tvær Eyjastúlkur eru í leikmannahópi íslenska liðsins, þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir en þær Edda Garðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir tengjast Eyjunum einnig. Margrét Lára er í byrjunarliðinu í dag en hún sagði í samtali við Eyjafréttir.is á dögunum að Ísland myndi vinna mótið.