Vilhjálmur Bergsteinsson var með lægsta tilboðið í akstur á vegum fjölskylduráðs, með aldraða og fatlaða í Vestmannaeyjum. Alls bárust fimm tilboð, hæsta tilboðið var upp á tæpa 21 milljón en það lægsta upp á 8,7 milljónir. Tilboðin má lesa hér að neðan en þau miðuðust öll við 12 mánaða tímabil. Stefnt er að því að verktaki hefji akstur 1. desember en Vilhjálmur hefur séð um aksturinn til bráðabirgða undanfarnar vikur. Fjölskyldu- og tómstundaráð hefur falið framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að ganga til samninga við Vilhjálm.