Annar tveggja veltiugga Herjólfs sem skemmdist þegar gleymdist að taka hann inn við bryggju í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld lítur út fyrir að vera minna skemmdur en talið var í fyrstu. Stjórnborðsugginn festist þegar hann rakst í bryggjuna og hefur verið ónothæfur eftir óhappið.