Árlega hafa Lionsmenn í Vestmannaeyjum valið jólahúsið í Vestmannaeyjum en það er það hús sem þykir hafa fallegustu jólaskreytinguna. Í ár komu verðlaunin í hlut íbúa á Búhamri 31 en þar búa hjónin Óttar Gunnlaugsson og Nanna Dröfn Sigurfinnsdóttir ásamt börnum sínum. Hitaveita Suðurnesja tekur þátt í uppátækinu og gefur verðlaun.