Vestmannaeyjabær hefur verið í viðræðum við Vegagerðina vegna skipulagningu siglinga í Landeyjahöfn, sem áætlað er að opni 1. júlí næstkomandi. Mikið bar á milli í upphafi viðræðna en aðilar hafa færst nær og er Elliði Vignisson, bæjarstjóri bjartsýnn á að niðurstaðan verði ásættanleg. Hann segir Vestmannnaeyjabæ hafa boðist til að reka Herjólf eftir 1. júlí þegar skipið hefur siglingar í Landeyjahöfn.