Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra hefur aukið loðnukvótann um 20 þúsund tonn, úr 130 þúsund tonnum í 150 þúsund. Langstærsti hluti viðbótarinnar kemur í hlut íslenskra skipa eða 18 af þeim 20 þúsund tonnum. Af viðbótinni fá Eyjaskipin um fimm þúsund tonna viðbótarkvóta.