Eyjakona sigraði í fitnesskeppni Arnolds Schwarzenegger
8. mars, 2010
Eyjakonan Katrín Eva Auðunsdóttir sigraði í sínum flokki í fitnesskeppni sem kennd er við leikarann og fylkisstjórann Arnold Schwarzenegger en mótið var haldið um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar sinn flokk í fitnesskeppni af þessri stærðargráðu en Katrín Eva er dóttir Kötu Gísladóttur, sem aftur er dóttir Sjafnar Kolbrúnar Benónýsdóttur, Bobbu og Gísla Sigmarssonar.