Síðdegis á föstudag var farþegi sem var að koma með flugi frá Reykjavík stöðvaður vegna gruns um að hann væri með fíkniefni meðferðis. Við leit fundust engin fíkniefni en hann reyndist vera með steratöflur meðferðis. Viðkomandi viðurkenndi að eiga töflurnar og var lagt hald á þær. Þá var ráðist á leigubílstjóra um helgina. Farþegi var eitthvað ósáttur við þjónustuna og sló bifreiðastjórann í síðuna áður en hann fór út úr bílnum. Ekki var um alvarlega áverka að ræða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst