Í tengslum við kynningu á ÍBV liðinu á Fótbolti.net er ítarlegt viðtal við Tryggva Guðmundsson, sem gekk í raðir síns gamla félags í vetur. Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótboti.net tók viðtalið en Eyjafréttir fengu leyfi til að birta það í heild sinni hér að neðan. Í viðtalinu er farið um víðan völl, m.a. rætt hvort aldurinn sé farinn að hafa áhrif á leikmanninn, undirbúningstímabilið og möguleika ÍBV í sumar.