Sigurfinnur Sigurfinnsson, listmálari og kennari, verður með sýningu á verkum sínum í Akóges um sjómannahelgina. Þar sýnir hann 47 myndir, allar málaðar í olíu á þessu og síðasta ári. Finnur er Eyjamönnum að góðu kunnur fyrir list sína en síðast sýndi hann á sama stað og tíma 1996.