Unnar Gísli Sigurmundsson, með hljómsveitina Júníus Meyvant og hljómsveitin Mukkaló verða með tónleika í Landakirkju klukkan fimm á laugardaginn. Með þeim koma fram blásarar úr Stórsveit Tónlistarskólans þannig að úr verður ein allsherjar stórsveit. Unnar Gísli fer fyrir JM á gítar og söng og lofar hann flottum tónleikum. „Við ætlum að bjóða upp á frumsamið efni og tónlistin er blanda af þjóðlagakenndu rokki og brassi. Mukkaló kemur af fastalandinu en er með Eyjatengingu. Þau flytja það sem má kalla krútt tónlist,“ sagði Unnar Gísli.