Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þó nokkur erill um helgina enda fjöldi fólks að skemmta sér. Skemmtanahaldið fór reyndar að mestu leiti vel fram en eitthvað var um að menn væru að takast á en engar kærur liggja fyrir. Lögreglu var tilkynnt um svokallað „unglingapartý“ að kvöldi sl. laugardags en þarna höfðu börn á 15. ári verið að drykkju. Haft var samband við foreldra þeirra barna sem þarna áttu hlut að máli.