Söngkonan Sólveig Unnur Ragnarsdóttir hefur yljað Eyjamönnum með fögrum söng undanfarin misseri en hún bætir nú um betur og stígur á leiksvið í fyrsta sinn. Sólveig Unnur leikur eitt af aðalhlutverkunum í uppsetningu Leikfélags Vestmannaeyja á ABBA söngleiknum Mamma Mia! en Sólveig segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún tekur að sér svona stórt hlutverk á leiksviðinu.